mán 06.des 2021
Rangnick horfir til New York í leit að aðstoðarmanni
Gerhard Struber.
Ralf Rangnick vill fá inn aðstoðarmann til Manchester United og er sagður vera að horfa til New York.

Að sögn The Sun, þá hefur Manchester United sett sig í samband við Gerhard Struber, þjálfara New York Red Bulls í Bandaríkjunum.

Struber er Austurríkismaður og þekkjast þeir Rangnick vel. Struber starfaði sem þjálfaði Salzburg þegar Rangnick var yfirmaður íþróttamála hjá Red Bull.

Struber er fyrrum þjálfari Barnsley á Englandi og hann er sagður einn efnilegasti þjálfari í heimi.

Hann á tvö ár eftir af samningi sínum í New York og því þurfti United að greiða fyrir hann ákveðna upphæð.

Rangnick fer vel af stað með United - liðið lagði Crystal Palace í gær, 1-0, undir hans stjórn.