sun 05.des 2021
[email protected]
Kerr með magnað mark - „Besti sóknarmaður í heimi"
 |
Sam Kerr. |
Sam Kerr átti stórleik þegar Chelsea lagði Arsenal að velli í úrslitaleik enska FA-bikarsins fyrr í dag.
Chelsea spilaði við Arsenal fyrir framan rúmlega 40 þúsund áhorfendur á Wembley í London.
Sigur Chelsea var aldrei í hættu. Fran Kirby skoraði fyrsta markið snemma eftir mistök í vörn Arsenal og bætti Kerr við tveimur mörkum í seinni hálfleiknum.
„Kerr velti því fyrir sér hvernig hún myndi aðlagast enska boltanum. Að mínu mati er hún besti sóknarmaður í heimi," sagði Emma Hayes, þjálfari Chelsea, eftir leikinn í dag.
Seinna mark Kerr var í hæsta gæðaflokki; afgreiðslan var mögnuð. Myndband af markinu má sjá að neðan.
|