fim 13.jan 2022
Dómarinn sagđur hafa fengiđ sólsting - Túnis sendir formlega kvörtun
Janny Sikazwe ku hafa fengiđ sólsting.
Fótboltasamband Túnis hefur skrifađ formlega kvörtun til CAF, afríska fótboltasambandsins, ţar sem dómari leiksins gegn Malí í Afríkukeppninni flautađi af ţrettán sekúndum áđur en 90 mínútur voru liđnar.

Malí var 1-0 yfir ţegar Janny Sikazwe, dómari frá Sambíu, flautađi af. Áđur hafđi hann flautađ leikinn af eftir 85 mínútur en gerđi sér ţá grein fyrir mistökunum og lét leikinn halda áfram.

Dómarasamband Afríku segir ađ ástćđan fyrir sérkennilegri dómgćslu Sikazwe hafi veriđ sú ađ hann hafi fengiđ sólsting. Hann hafi fariđ á sjúkrahús til ađ jafna sig eftir leikinn.

„Viđ gerum allt til ađ vernda rétt landsliđsins. Viđ erum ekki börn," sagđi Hussein Jenaieh, stjórnarmađur hjá fótboltasambandi Túnis.

Ljóst er ađ uppbótartíminn í leiknum hefđi átt ađ vera ţónokkur enda voru skiptingar í hálfleiknum, tveir vítadómar, rautt spjald, fariđ í VAR skjáinn og vatnspása vegna hita.

Rúmlega 20 mínútum eftir leikinn var reynt ađ spila síđustu mínúturnar en fjórđi dómari leiksins átti ţá ađ taka viđ sem ađaldómari. Malí mćtti út á völlinn en ekki Túnis.

„Dómarinn fékk sólsting sem hafđi áhrif á ákvarđanir hans í leiknum. Eftir leikinn ţurfti hann ađ fara á spítala ţví ţađ var svo mikill hiti," sagđi Essam Abdul Fattah hjá dómarasambandi Afríku.

„Ţađ er ekki í bođi ađ ţetta gerist á ţessu stigi leiksins í Afríku. Afrískur fótbolti getur ekki haldiđ áfram svona. Dómarinn skalf í dag. Hann hikađi meira ađ segja ţegar hann ćtlađi ađ skođa VAR skjáinn, hann vissi ekki hvernig hann kćmist í skjáinn," sagđi Jalel Kadri, ađstođarţjálfari Túnis.

Afríska fótboltasambandiđ segist vera ađ safna gögnum og geti ekki tjáđ sig frekar um máliđ á međan ţađ er í skođun.