fim 13.jan 2022
Reykjavíkurmót kvenna: Flautumark í Víkinni
Dagný Rún Pétursdóttir gerđi sigurmark Víkings
Víkingur R. 3 - 2 Fjölnir
0-1 Anna María Bergţórsdóttir ('50 )
1-1 Elma Rún Sigurđardóttir ('51 )
1-2 Sara Montoro ('53 )
2-2 Sigdís Eva Bárđardóttir ('83 )
3-2 Dagný Rún Pétursdóttir ('90 )

Víkingur R. vann endurkomusigur á Fjölni, 3-2, er liđin mćttust á Víkingsvelli í Reykjavíkurmótinu í kvöld. Víkingar skoruđu tvö mörk á síđustu mínútum leiksins.

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Anna María Bergţórsdóttir Fjölnisstelpum á bragđiđ á 50. mínútu en Elma Rún Sigurđardóttir jafnađi innan viđ mínútu síđar.

Fjölnir svarađi um hćl međ marki frá markamaskínunni Söru Montoro.

Ţegar sjö mínútur voru eftir jafnađi Sigdís Eva Bárđardóttir fyrir Víking og ţegar tćpar ţrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma gerđi Dagný Rún Pétursdóttir sigurmark fyrir Víking.

Lokatölur 3-2 í Víkinni. Ţetta var fyrsti leikur beggja liđa en Fjölnir mćtir nćst Fylki á ţriđjudag á međan Víkingur spilar viđ Ţrótt.