sun 23.jan 2022
Daníel Leó á förum frá Blackpool
Varnarjaxlinn Daníel Leó Grétarsson virðist vera á förum frá Blackpool í janúar.

Hann hefur verið orðaður við pólska úrvaldeildarfélagið Slask Wroclaw að undanförnu.

Daníel Leó gerði góða hluti með Álasundi í Noregi í fimm ár áður en hann var fenginn yfir til Englands. Hann missti sæti sitt í byrjunarliði Blackpool og þarf að halda á önnur mið til að fá meiri spiltíma.

Daníel Leó er ekki sá eini sem er að fara frá félaginu því vinstri bakvörðurinn Demetri Mitchell er einnig sagður á förum.

Sean McGinlay, fréttamaður tileinkaður Blackpool, greinir frá þessu.