mán 24.jan 2022
Svona lítur fyrsta ótímabæra spáin fyrir Íslandsmótið út
Breiðablik er spáð Íslandsmeistaratitlinum í fyrstu ótímabæru spánni.
Nýliðum Fram er spáð falli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn var fyrsta ótímabæra spáin fyrir Íslandsdeildina 2022 opinberuð.

Að öllum líkindum verður keppt eftir nýju fyrirkomulagi þar sem deildinni verður skipt í tvennt eftir 22 umferðir. Lestu nánar um fyrirkomulagið hérna hérna.

Elvar Geir, Tómas Þór og Sverrir Mar fóru yfir ótímabæru spánna í þættinum á laugardaginn en búist er við þéttum pakka fjögurra neðstu liðanna í fallbaráttunni.

Athygli vekur að Íslands- og bikarmeistarar Víkings eru aðeins í fjórða sæti í þessari fyrstu ótímabæru spá en Breiðabliki er spáð meistaratitlinum þó sérfræðingarnir búist fastlega við því að liðið muni styrkja sig enn frekar áður en boltinn byrjar að rúlla.

Íslandsdeildin (ekki er búið að staðfesta nafn á deildinni) byrjar annan í páskum en hér má nálgast leikjaniðurröðunina.

Ótímabæra spáin
1. Breiðablik
2. Valur
3. KR
4. Víkingur
5. FH
6. Stjarnan
7. KA
8. ÍBV
9. Keflavík
10. Leiknir
11. ÍA
12. Fram

Hlustaðu á útvarpsþáttinn í spilaranum hér að neðan eða í þinni hlaðvarpsveitu