fim 27.okt 2022
Þessir eru að renna út á samningi: Lykilmönnum fer fækkandi
Fyrirliðinn Matthías verður samningslaus eftir tímabilið.
Bryan Van Den Bogaert er vinstri bakvörður KA. Verður hann áfram á Íslandi?
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Hvað gerir Adam Örn eftir tímabilið?
Mynd: Leiknir

Eyþór Aron Wöhler hefur skorað fim m mörk í sumar. Eyþór hefur sterklega verið orðaður við Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Þór Sigurgeirsson er sennilega mjög eftirsóttur. Hann hefur verið orðaður við Öster í Svíþjóð.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Sindri Kristinn Ólafsson hefur aftur átt gott tímabil í marki Keflavíkur. Hann er mikið orðaður við FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hvað gerir Þórarinn Ingi?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það styttist í að Íslandsmótið klárist, ein umferð eftir er af hefðbundnu Íslandsmóti og svo tekur við Ofsalegur október þar sem leikin verður fimm leikja úrslitakeppni. Einhver félög og einhverjir leikmenn eru farnir að horfa í kringum sig fyrir næsta tímabil. Ef þar er minna en hálft ár eftir af samningi leikmanns þá mega önnur félög hafa samband við hann.

Fréttaritari tók í dag saman lista yfir þá leikmenn sem, samkvæmt vefsíðu Knattspyrnusambandsins, renna út á samningi á þessu ári. Leikmennirnir á listanum komu við sögu í fyrra, í vetur og/eða í sumar. Þá eru einnig leikmenn sem valdir hafa verið í yngri landsliðin (U17-U19).

Á listanum eru leikmenn sem skráðir eru í félög sem leika í Bestu deild karla í sumar.

Samningsstaða leikmanna var skoðuð í dag. Einhver dæmi voru um að leikmenn væru ekki með skráða eða uppfærða samningsstöðu en fréttaritari miðaði við upplýsingar úr tilkynningum félaga í sérstökum tilvikum. Í einhverjum tilfellum geta menn verið með lengri samninga en nýtt sér uppsagnarákvæði í haust og þar með orðið samningslausir. Þar sem ekki eru til upplýsingar um slík ákvæði eru þeir leikmenn ekki á lista.

Eins og sjá má eru margir lykilmenn á lista og verður fróðlegt að sjá hvernig samningamál þessara leikmanna þróast næstu mánuðina.

Það er möguleiki á því að einhver villa sé í þessari samantekt. Hægt að senda ábendingar í tölvupósti á [email protected] eða í einkaskilaboðum á Twitter.

Víkingur:
Alex Bergmann Arnarsson 1999 30.10.2022
Ketill Guðlaugur Ágústsson 2006 Enginn samningur skráður

Breiðablik
Ýmir Halldórsson 2002 16.10.2022
Mikkel Qvist 1993 31.12.2022
Adam Örn Arnarson 1995 15.11.2022
Hilmar Karlsson 2006 Enginn samningur skráður

KR
Beitir Ólafsson 1986 16.10.2022
Oddur Ingi Bjarnason 2000 16.10.2022
Jökull Tjörvason 2004 16.10.2022
Styrmir Máni Kárason 2004 16.10.2022
Þorsteinn Örn Bernharðsson 1999 16.10.2022
Jón Ívar Þórólfsson 2006 Enginn samningur skráður
Hannes Pétur Hauksson 2006 Enginn samningur skráður

KA
Bryan Van Den Bogaert 1991 31.12.2022
Steinþór Freyr Þorsteinsson 1985 31.12.2022
Áki Sölvason 1999 31.10.2022
Gaber Dobrovoljc 1993 31.12.2022
Mikael Breki Þórðarson 2007 Enginn samningur skráður
Einar Ari Ármannsson 2003 31.10.2022
Breki Snær Ketilsson 2008 Enginn samningur skráður

Valur
Sebastian Hedlund 1995 31.10.2022
Rasmus Christiansen 1989 16.10.2022
Arnór Smárason 1988 16.10.2022
Andri Adolphsson 1992 16.10.2022
Lasse Petry 1992 31.10.2022
Kári Daníel Alexandersson 2003 16.10.2022
Ásgeir Þór Magnússon 1991 Samningslaus
Kristófer André Kjeld Cardoso 2002 16.10.2022

FH
Matthías Vilhjálmsson 1987 31.12.2022
Gunnar Nielsen 1986 16.10.2022
Guðmundur Kristjánsson 1989 31.10.2022
Björn Daníel Sverrisson 1990 16.10.2022
Eggert Gunnþór Jónsson 1988 31.10.2022
Óskar Atli Magnússon 2002 16.10.2022
Þorri Stefán Þorbjörnsson 2006 Enginn samningur skráður

Stjarnan
Elís Rafn Björnsson 1992 16.10.2022
Þórarinn Ingi Valdimarsson 1990 16.10.2022
Kristófer Konráðsson 1998 16.10.2022
Viktor Reynir Oddgeirsson 2003 16.10.2022
Guðmundur Thor Ingason 2005 Enginn samningur skráður
Helgi Fróði Ingason 2005 Enginn samningur skráður

Leiknir
Brynjar Hlöðvers 1989 31.12.2022
Bjarki Aðalsteinsson 1991 31.12.2022
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson 1999 31.12.2022
Dagur Austmann Hilmarsson 1998 31.12.2022
Loftur Páll Eiríksson 1992 31.12.2022
Atli Jónasson 1988 16.10.2022
Róbert Vattnes 2001 31.12.2022
Bjarki Arnaldarson 2003 31.12.2022

ÍA
Viktor Jónsson 1994 16.10.2022
Brynjar Snær Pálsson 2001 16.10.2022
Aron Bjarki Jósepsson 1989 31.10.2022
Eyþór Aron Wöhler 2002 16.10.2022
Wout Droste 1989 16.10.2022
Hlynur Sævar Jónsson 1999 16.10.2022
Árni Snær Ólafsson 1991 16.10.2022
Kristian Lindberg 1994 16.11.2022
Árni Salvar Heimisson 2003 16.10.2022
Sigurður Hrannar Þorsteinsson 2000 16.11.2022
Garðar Bergmann Gunnlaugsson 1983 16.11.2022
Benjamín Mehic 2001 16.10.2022

Keflavík
Dani Hatakka 1994 15.11.2022
Sindri Kristinn Ólafsson 1997 31.12.2022
Joey Gibbs 1992 31.12.2022
Kian Williams 2000 31.12.2022
Ingimundur Aron Guðnason 1999 31.12.2022
Edon Osmani 2000 16.10.2022
Adam Árni Róbertsson 1999 31.12.2022
Rúnar Þór Sigurgeirsson 1999 31.12.2022
Alexander Aron Smárason 2004 Enginn samningur skráður

Fram
Jannik Pohl 1996 31.10.2022
Delphin Tshiembe 1991 31.10.2022
Óskar Jónsson 1997 30.11.2022
Matthías Kroknes Jóhannsson 1994 31.10.2022
Stefán Þór Hannesson 1996 30.11.2022
Orri Gunnarsson 1992 31.10.2022
Andri Þór Sólbergsson 1997 31.10.2022
Anton Ari Bjarkason 2004 Enginn samningur skráður

ÍBV
Sito 1989 31.12.2022
Telmo Castanheira 1992 31.12.2022
Atli Hrafn Andrason 1999 16.10.2022
Sigurður Arnar Magnússon 1999 31.10.2022
Breki Ómarsson 1998 31.12.2022
Sigurður Grétar Benónýsson 1996 31.12.2022
Nökkvi Már Nökkvason 2000 31.12.2022
Jón Kristinn Elíasson 2001 31.12.2022
Jón Ingason 1995 16.10.2022

Sjá einnig:
Margir lykilmenn samningslausir hjá HK - Færri hjá Fylki

Leikmenn úr neðri deildum í yngri landsliðshópum:
Tómas Johannessen 2007 Enginn samningur skráður
Enes Þór Enesson Cogic 2006 Enginn samningur skráður
Benedikt Briem 2006 Enginn samningur skráður