fös 13.maí 2022
Nettómótið í 7. flokki kvenna í júní

Nettómót Keflavíkur er haldið laugardaginn 4.júní í Reykjanesbæ fyrir 7.flokki kvenna.Mótið er heill dagur þar sem mikið er lagt upp úr skemmtilegri upplifun fyrir stelpurnar.

Hvert lið spilar 7 leiki á mótinu en ásamt fótbolta er heilmikil dagskrá fyrir liðin en á svæðinu verða hoppukastalar, liðin fara saman í bíó á milli leikja og að móti loknu er svo pizzaveisla, verðlaunaafhending og lokahóf með Jóni Jónssyni.

Skráningu á mótið lýkur 20.maí. Nánari upplýsingar á [email protected]