fim 12.maí 2022
Galdur fagnaði eins og Ronaldo gegn Svíum
Galdur á landsliðsæfingu fyrir áramót
Íslenska U16 ára landslið karla vann í gær 2-0 sigur gegn Svíþjóð á UEFA Develpoment Tournament en mótið er haldið í Svíþjóð.

Ásgeir Galdur Guðmundsson og Tómas Johannessen skoruðu mörk Íslands í gær.

Mörkin má sjá í færsu KSÍ hér að neðan og þar er hægt að sjá fagn Galdurs.

Hann fagnaði eins og Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, er vanur að fagna.

Galdur er fæddur árið 2006 og mun ganga í raðir FC Kaupmannahafnar frá Breiðabliki í sumar.