fim 12.maí 2022
Byrjunarlið Víkinga og Fram: Tvær breytingar hjá báðum liðum

Núna klukkan 19:15 fer fram leikur Víkinga og Framara í 5. umferð Bestu Deildar karla. 

Víkingar mæta líklega brjálaðir til leiks eftir að hafa aðeins sótt eitt stig gegn Leikni þar sem Víkingar voru vægast sagt rændir. Fram hins vegar eru enn í leit að sínum fyrsta sigri.

Víkingar gera tvær breytingar frá jafnteflinu gegn Leikni en Viktor Örlygur og Birnir Snær fara á bekkinn en inn í liðið koma Ari Sigurpálsson og Helgi Guðjónsson. Magnús Ingi og Alexander Már fara á bekkinn í stað Jannik Pohl og Fred sem koma í liðið.Smelltu hér til þess að fara í beina textalýsingu frá Víkingsvelli.

Byrjunarlið Víkinga:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth
5. Kyle McLagan
7. Erlingur Agnarsson
9. Helgi Guðjónsson
17. Ari Sigurpálsson
20. Júlíus Magnússon (f)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen
80. Kristall Máni Ingason

Byrjunarlið Fram:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
4. Albert Hafsteinsson
5. Delphin Tshiembe
7. Fred Saraiva
14. Hlynur Atli Magnússon (f)
17. Alex Freyr Elísson
20. Tryggvi Snær Geirsson
21. Indriði Áki Þorláksson
23. Már Ægisson
77. Guðmundur Magnússon
79. Jannik Holmsgaard