fös 13.maí 2022
Jafnt í Íslendingaslag í Svíþjóð - Aron komst á blað í jafntefli

Það fór fram Íslendingaslagur í kvennadeildinni í Svíþjóð í dag er Rosengard og Kristianstads áttust við í áttundu umferð sumarsins.Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstads og náði hennar lið í gott stig á útivelli gegn sterku liði Rosengards.

Guðrún Arnarsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Rosengard í hjarta varnarinnar en Emelía Óskarsdóttir kom ekki við sögu hjá Kristianstads.

Delaney Baie Pridham, fyrrum leikmaður ÍBV, sá um að skora mark Kristianstads til að jafna metin undir lokin.

Aron Sigurðarson bauð þá upp á íslenskt mark í leik Horsens og Helsingor sem fór fram í B-deildinni í Danmörku.

Þessum leik lauk með 3-3 jafntefli og skoraði Aron annað mark Horsens sem hafði lent 3-1 undir snemma í seinni hálfleik.

Í Hvíta-Rússlandi var Willum Þór Willumsson á sínum stað hjá BATE sem spilaði við Zhodino í efstu deild þar í landi.

Willum spilaði allan leikinn í markalausu jafntefli þar sem BATE spilaði allan síðari hálfleikinn manni færri.