lau 14.maí 2022
[email protected]
3. deild: KFG vann sinn fyrsta sigur
Augnablik 0 - 2 KFG 0-1 Jóhann Ólafur Jóhannsson('28)
0-2 Jóhann Ólafur Jóhannsson('87)
KFG vann sinn fyrsta sigur í 3. deild karla í kvöld er liðið spilaði við Augnablik í annarri umferð sumarsins.
Augnablik hafði gert jafntefli við Elliða í fyrstu umferð á meðan KFG tapaði gegn Víði með einu marki gegn engu.
Jóhann Ólafur Jóhannsson skoraði bæði mörk KFG í þessum leik en hann gerði eitt mark í fyrri hálfleik og eitt í þeim seinni.
|