lau 14.maí 2022
Kristrún: Við viljum fá stig á heimavelli

„Ég er stolt af stelpunum,'' segir Kristrún Lilja Daðadóttir, þjálfari Augnablik, eftir 0-2 tap á heimavelli gegn FHL. 



„Þetta er heimaleikur og við viljum fá stig á heimavelli. Við vorum búin að gera fínt en voru smá klaufar fannst mér og hefðu alveg geta skorið 2 mörk í lokinn.''

Augnablik fékk 6 nýja leikmenn í lok glugganum. 5 af þeim frá Breiðablik og 1 frá HK. Kristrún var spurð hvað leikmennirnir hafa upp á að bjóða. 

„Aukna breidd í hópinn. Það er frábært að fá þær inn, þetta eru stelpur sem eru með smá meiri reynslu og get kennt hinum stelpunum aðeins,''

Kristrún segir að það vanti smá inn í byrjunarhóp Augnabliks.

„í dag eru 3 leikmenn að spila með U16 ára landsliðinu og þá vantar okkur aðeins, þó að við séum ungt lið. Það kemur þá bara maður í manns stað,''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.