mán 16.maí 2022
Helgi Mikael og Gylfi Már dæma á EM U17 landsliða
Helgi Mikael Jónasson.
Helgi Mikael Jónasson og Gylfi Már Sigurðsson dæma í lokakeppni EM 2022 hjá U17 landsliðum karla. Helgi sem aðaldómari og Gylfi sem aðstoðardómari.

Mótið fer fram í Ísrael og hefst í dag, mánudaginn 16. maí.

Helgi Mikael og Gylfi Már hefja leik á mótinu með því að dæma leik Serbíu og Belgíu sem fram fer á morgun. Úrslitaleikur mótsins fer svo fram 1. júní.