þri 17.maí 2022
Mjólkurbikar kvenna: Haukar og FH áfram eftir stórsigra
Lið FH og ÍH eftir leikinn.
Haukar og FH eru komin áfram.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Tveir leikir fóru fram í Mjólkurbikar kvenna í kvöld og mættu þrjú lið frá Hafnarfirði til leiks.Haukar rúlluðu yfir Augnablik með fjórum mörkum á fyrsta hálftíma leiksins en lokatölur urðu 1-5.

Keri Michelle Birkenhead skoraði tvennu á átta mínútum og bættu Þórey Björk Eyþórsdóttir, Rakel Leósdóttir og Maria Munoz sínum mörkum við.

Þyrí Ljósbjörg Willumsdóttir, dóttir Willums Þórs Þórssonar og systir Brynjólfs Darra og Willum Þórs atvinnumanna í fótbolta, gerði eina mark Augnabliks úr vítaspyrnu. Hún er fædd 2003.

ÍH mætti þá FH í innbyrðisviðureign og átti aldrei möguleika gegn sterkasta liðinu í bænum.

FH vann þægilegan stórsigur þar sem staðan var 0-5 í leikhlé áður en Shaina Ashouri bætti sjötta markinu við í síðari hálfleik.

Sigríður Lára Garðarsdóttir og Elín Borg Norðfjörð Símonardóttir settu tvennu hvor.

Augnablik 1 - 5 Haukar
0-1 Keri Michelle Birkenhead ('7)
0-2 Þórey Björk Eyþórsdóttir ('11)
0-3 Keri Michelle Birkenhead ('15)
0-4 Rakel Leósdóttir ('29)
1-4 Þyrí Ljósbjörg Willumsdóttir ('69, víti)
1-5 Maria Fernanda Contreras Munoz ('83)

ÍH 0 - 6 FH
0-1 Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('2)
0-2 Sigríður Lára Garðarsdóttir ('22)
0-3 Sigríður Lára Garðarsdóttir ('38)
0-4 Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir ('45)
0-5 Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('45)
0-6 Shaina Faiena Ashouri ('61)