mið 18.maí 2022
Ísland í dag - Tveir leikir í Bestu kvenna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fréttin hefur verið uppfærð.

Besta deild kvenna er komin af stað og hefst fimmta umferð í dag þegar Þróttur R. tekur á móti Þór/KA. Aðeins eitt stig skilur liðin að í upphafi móts.



Breiðablik átti að mæta ÍBV en leiknum hefur verið frestað um sólarhring og fer fram á morgun.

Afturelding tekur svo á móti Stjörnunni í lokaleik dagsins í Bestu deildinni. Nýliðarnir úr Mosfellsbæ eru með þrjú stig og Garðbæingar fjögur.

Þá er einnig leikur í 2. deild kvenna þegar KÁ tekur á móti Fram áður en 4. deild karla fer á fullt flug.

Besta-deild kvenna
17:30 Þróttur R.-Þór/KA (Þróttarvöllur)
19:15 Afturelding-Stjarnan (Malbikstöðin að Varmá)

2. deild kvenna
19:15 KÁ-Fram (Ásvellir)

4. deild karla - A-riðill
20:00 Kría-Hvíti riddarinn (Vivaldivöllurinn)

4. deild karla - C-riðill
20:00 Berserkir/Mídas-KB (Víkingsvöllur)
20:00 Árborg-KM (JÁVERK-völlurinn)
20:00 Álftanes-Hafnir (OnePlus völlurinn)
20:00 Léttir-Uppsveitir (ÍR-völlur)

4. deild karla - D-riðill
20:00 KFR-GG (SS-völlurinn)