mið 18.maí 2022
[email protected]
„Leit út eins og Bayern væri að fagna tíunda sæti"
Alexander Wehrle, framkvæmdastjóri Stuttgart, svaraði ummælum frá Uli Höness, forseta FC Bayern, í gær.
Höness byrjaði þetta orðastríð á því að tjá sig um fagnaðarlæti Stuttgart eftir að þeir rétt björguðu sér frá fallbaráttunni með sigurmarki í uppbótartíma. „Það er eins og þeir í Stuttgart haldi að þeir hafi unnið Heimsmeistarakeppnina. Það eina sem gerðist er að þeir féllu ekki úr deildinni," sagði Höness. Wehrle svaraði í sömu mynt: „Þegar maður horfir á fögnuðinn hjá Bayern þá heldur maður að þeir hafi endað í tíunda sæti frekar en að þeir séu að vinna tíunda titilinn í röð."
|