mið 18.maí 2022
[email protected]
Sterkust í 4. umferð - Gerir tilkall í landsliðið
 |
Ásta Eir er leikmaður umferðarinnar. |
Það er Steypustöðin sem færir þér leikmann umferðarinnar í Bestu deildinni. Að þessu sinni er það Ásta Eir Árnadóttir sem er leikmaður umferðarinnar.
Ásta Eir leikur sem hægri bakvörður í liði Breiðabliks og var hún besti maður vallarins í stórsigri gegn KR.
Sjá einnig: Sterkasta lið 4. umferðar - Tvær sem léku sinn fyrsta leik „Langt fram eftir leiknum snerist leikur Breiðabliks um blússandi sóknarleik og þær leituðu mikið með boltann út til hægri á Ástu sem átti hverja draumafyrirgjöfina á fætur annarri og skapaði mikla hættu fyrir framan mark KR," skrifaði Hafliði Breiðfjörð í skýrslu sinni frá leiknum um frammistöðu Ástu.
Ásta Eir er fyrirliði Blika og gríðarlega mikilvægur hluti af liðinu sem ætlar sér að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í sumar.
„Auðvitað tekur tíma að púsla saman liðinu. Þetta tekur tíma, en þetta hefur gengið vel hingað til... mér finnst við vera á góðum stað núna," sagði Ásta í upphitun fyrir síðustu umferð á Stöð 2 Sport.
Gerir tilkall í landsliðið Í sumar er Evrópumótið í Englandi og þar gerir Ásta klárlega tilkall til þess að vera í hópi Íslands. Hún kom inn í síðasta hóp og var með liðinu gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi.
Ásta á að baki ellefu landsleiki fyrir Íslands hönd.
Sjá einnig: Sterkust í 1. umferð - Ana Paula Santos Silva (Keflavík) Sterkust í 2. umferð - Samantha Leshnak Murphy (Keflavík) Sterkust í 3. umferð - Arna Eiríksdóttir (Þór/KA)
|