fim 19.maí 2022
Bestur í 3. deild: Best að þessu kominn
Í leik með Ante Marcic
Um síðustu helgi fór fram önnur umferð í 3. deild karla. KFG, Elliði, Víðir, Kormákur/Hvöt, Kári og Dalvík/Reynir unnu sína leiki um helgina.

Leikmaður umferðarinnar í boði Jako Sport var Ante Marcic sem er leikmaður Kormáks/Hvatar. Ante skoraði tvö mörk þegar Kormákur/Hvöt vann 2-3 útisigur gegn ÍH. Það er Ástríðan sem fjallar um 2.- og 3. deild karla. Í síðasta þætti voru það þeir Óskar Smári Haraldsson, Sverrir Mar Smárason og Sæbjörn Steinke sem gerðu upp aðra umferðina.

„Það er í rauninni mikilvægi sigursins sem skilar þessu í höfn því Númi og Jóhann Ólafur skoruðu einnig tvö í umferðinni," sagði Sverrir.

„Nýliðar að taka þrjú stig á útivelli og hann skorar tvö mörk. Þetta er greinilega klókur spilari, kemst inn í sendingar hjá ÍH og skorar í kjölfarið. Hann er að skila inn gríðarlega mikilvægum stigum fyrir Kormák/Hvöt," sagði Óskar. „Hann er best að þessu komin af þeim sem skoruðu tvö mörk."

3. umferð:
föstudagur 20. maí
19:15 Elliði-Vængir Júpiters (Fylkisvöllur)
19:15 Augnablik-Víðir (Fagrilundur - gervigras)
19:15 KFG-KH (Samsungvöllurinn)

laugardagur 21. maí
12:00 Dalvík/Reynir-ÍH (Dalvíkurvöllur)
13:00 KFS-Sindri (Týsvöllur)
14:00 Kormákur/Hvöt-Kári (Sauðárkróksvöllur)

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Matthew Woo Ling