fös 20.maí 2022
Fer Mbappe eða framlengir hann óvænt við PSG?
Kylian Mbappe.
Mikil óvissa ríkir um framtíð Kylian Mbappe.

Mundo Deportivo segir að það virðist vera líklegra að hann framlengi við Paris Saint-Germain en að hann fari til Real Madrid.

Aðrir fjölmiðlar hafa tekið í sama streng og segja að skyndilega stefni í að þessi 23 ára leikmaður skrifi undir nýjan samning í París.

Samningur Mbappe rennur út eftir tímabilið og PSG hefur lagt allt kapp á að reyna að fá hann til að endurnýja.

Sagt er að Mbappe muni fá mikil völd hjá PSG ef hann framlengir við félagið.