fös 20.maí 2022
[email protected]
Fer Mbappe eða framlengir hann óvænt við PSG?
 |
Kylian Mbappe. |
Mikil óvissa ríkir um framtíð Kylian Mbappe.
Mundo Deportivo segir að það virðist vera líklegra að hann framlengi við Paris Saint-Germain en að hann fari til Real Madrid.
Aðrir fjölmiðlar hafa tekið í sama streng og segja að skyndilega stefni í að þessi 23 ára leikmaður skrifi undir nýjan samning í París.
Samningur Mbappe rennur út eftir tímabilið og PSG hefur lagt allt kapp á að reyna að fá hann til að endurnýja.
Sagt er að Mbappe muni fá mikil völd hjá PSG ef hann framlengir við félagið.
|