fös 20.maí 2022
[email protected]
Lengjudeild kvenna: Fyrstu sigrar Hauka og Augnabliks - HK með fullt hús
Haukar unnu sinn fyrsta sigur í Lengjudeild kvenna í kvöld er liðið spilaði við Fylki í sínum þriðja leik í sumar.
Það voru Fylkisstúlkur sem komust yfir í leik kvöldsins er Vienna Behnke skoraði af vítapunktinum á fimmtu mínútu.
Keri Michelle Birkenhead var leikmaður fyrri hálfleiks og skoraði hún tvö mörk með stuttu millibili til að snúa leiknum Haukum í vil sem leiddu í hálfleik.
Þórey Björk Eyþórsdóttir bætti svo við þriðja marki heimaliðsins í seinni hálfleik og lokastaðan, 3-1.
Augnablik er komið á blað í deildinni eftir leik við botnlið Fjölnis. Augnablik vann góðan 2-1 útisigur og var að næla í sín fyrstu stig.
Lið HK situr á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir leik við annað taplaust lið í kvöld í Tindastól. Eitt mark var skorað í leiknum og það gerði Isabella Eva Aradóttir þegar 34 mínútur voru búnar af fyrri hálfleik.
Haukar 3 - 1 Fylkir 0-1 Vienna Behnke ('5 , víti) 1-1 Keri Michelle Birkenhead ('38 ) 2-1 Keri Michelle Birkenhead ('45 ) 3-1 Þórey Björk Eyþórsdóttir ('62 ) Lestu um leikinn
Fjölnir 1 - 2 Augnablik 1-0 Sara Montoro('20) 1-1 Júlía Katrín Baldvinsdóttir('71) 1-2 Díana Ásta Guðmundsdóttir('72) Tindastóll 0 - 1 HK 0-1 Isabella Eva Aradóttir('34)
|