fös 20.maí 2022
[email protected]
3. deild: Augnablik náði í fyrsta sigurinn
 |
Arnar Laufdal sem er hér vinstra megin skoraði sigurmark Augnabliks. |
Augnablik vann sinn fyrsta sigur í 3. deild karla í kvöld er liðið spilaði við taplaust lið Víðis í þriðju umferð sumarsins.
Víðir hafði unnið Sindra og KFG í fyrstu tveimur umferðunum en Augnablik tapaði gegn KFG og gerði jafntefli við Elliða.
Það voru þeir grænklæddu sem fögnuðu 2-1 heimasigri í dag og eru nú með fjögur stig í sjöunda sætinu.
Vængir Júpíters unnu góðan 1-0 sigur á sama tíma er liðið heimsótti Elliða. Sólon Kolbeinn Ingason gerði eina mark leiksins snemma í fyrri hálfleik.
KFG vann þá 3-1 sigur á KH en það síðarnefnda situr á botninum án stiga. KFG er í öðru sæti með sex stig.
Augnablik 2 - 1 Víðir 0-1 Atli Freyr Ottesen Pálsson('14) 1-1 Brynjar Óli Bjarnason('18) 2-1 Arnar Laufdal Arnarsson('81) Elliði 0 - 1 Vængir Júpíters 0-1 Sólon Kolbeinn Ingason('7)) KFG 3 - 1 KH 1-0 Pétur Máni Þorkelsson('18) 1-1 Luis Carlos Solys('24) 2-1 Kári Pétursson('82) 3-1 Bjarni Pálmason('90)
|