miđ 22.jún 2022
Blikar búa til fyrirmyndir - Liđin á N1-mótinu nefnd eftir leikmönnum
Omar Sowe á ćfingu í morgun.
Í nćstu viku hefst stćrsta mót hvers árs hjá fótboltastrákum á Akureyri ţegar N1-mótiđ verđur sett á miđvikudaginn.

Á Fífuvöllum í Kópavogi í dag var Breiđablik í óđa önn í undirbúningi fyrir mótiđ og fóru nýstárlegar leiđir. Leikmenn og ţjálfarar meistaraflokks karla sem tróna á toppi Bestu deildarinnar mćttu og stýrđu ćfingunni og sýndu lipra takta í spilinu.

Öll fjórtán liđ Breiđabliks á N1-mótinu eru nefnd eftir leikmönnum Breiđabliks og er ţađ í fyrsta sinn sem ţađ er gert á ţessu móti.

„Međ ţessu erum viđ fyrst og fremst ađ búa til mikilvćgar fyrirmyndir fyrir strákana og mynda tengsl viđ ţetta góđa liđ sem viđ eigum. Enda leyndi sér ekki gleđin ţegar leikmennirnir og ţjálfararnir mćttu á ćfinguna okkar í morgun. Auk ţess teljum viđ mikilvćgt ađ fćra fókusinn af tölum og bókstöfum sem liđin heita og yfir á fótboltann og fyrirmyndirnar," segir Gunnar Birgisson einn ţjálfara flokksins.

„Og ef viđ horfum á ţetta frá hinni hliđinni er nauđsynlegt ađ stćkka nöfnin í ţessari geggjuđu deild og búa til stjörnur. Ţađ er löngu tímabćrt."

Ţjálfarar flokksins eru: Guđjón Gunnarsson, Jón Smári Ólafsson, Bjarni Harđarson, Bjartur Ţór Helgason og Gunnar Birgisson.

N1-mót KA hefst eins og áđur sagđi á miđvikudaginn nćsta og stendur yfir í fjóra daga. Ţar leika yfir 1000 liđ á fjölmörgum völlum og ţví sannkölluđ fótboltaveisla fram undan á Akureyri.