fim 23.jún 2022
[email protected]
66% lesenda spá Blikum sigri gegn KR í kvöld
66% lesenda Fótbolta.net spá Breiðabliki sigri gegn KR í Bestu deildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15 á Kópavogsvelli.
935 tóku þátt í könnun sem var á forsíðu 12% spá leiknum jafntefli en 22% spá því að KR vinni toppliðið.
Leikurinn í kvöld tilheyrir tólftu umferð en fer fram í kvöld vegna þátttöku þessara tveggja liða í Sambandsdeildinni.
Erlendur Eiriksson dæmir leikinn í kvöld en aðstoðardómarar eru Eðvarð Eðvarðsson og Sveinn Þórður Þórðarson.
Fyrri viðureign þessara liða á Meistaravöllum fyrr á tímabilinu endaði með 1-0 útisigri Breiðabliks en hægt er að sjá úr þeim leik hér að neðan.
|