sun 17.júl 2022
Ronaldo segist ekki á leið til Sporting
Cristiano Ronaldo er ekki að fara til Sporting
Cristiano Ronaldo, sóknarmaður Manchester United á Englandi, er ekki að ganga til liðs við Sporting Lisbon á láni út tímabilið, en hann vísar þessum sögusögnum á bug í dag.

Ronaldo, sem er 37 ára gamall, skoraði 18 mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en tókst ekki að hjálpa United að ná Meistaradeildarsæti.

Frammistaða liðsins var vonbrigði og nú vill Ronaldo komast frá félaginu til að eiga möguleika á því að spila í deild þeirra bestu.

Portúgalski miðillinn SportTVPortugal greindi frá því í kvöld að Ronaldo væri á leið til Sporting á láni frá United. Ronaldo var hins vegar fljótur að slökkva í því og skrifaði undir færslu miðilsins á Instagram.

Hann sagði þetta falsfréttir en tjáði sig ekkert meira. Ronaldo hefur einnig verið orðaður við Bayern München, Roma og ónefnt félag í Sádi Arabíu.