sun 24.júl 2022
Lætur ekki áhuga Man United og Tottenham trufla sig

Giorgi Mamardashvili markvörður Valencia á Spáni veit af sögusögnum um áhuga Manchester United og Tottenham á leikmanninum.Þessi 21 árs gamli Georgíumaður gekk til liðs við Valencia síðasta sumar en hann lætur þessar sögusagnir ekkert trufla sig og segist ánægður hjá spænska liðinu.

,Það er mikilvægt fyrir mig að vera ánægður og ég er ánægðir, mér líkar vel við liðið og borgina. Ég er með þriggja ára samning við Valencia og er ánægður," sagði georgíski landsliðsmaðurinn.

United er í leit af manni til að keppast um sæti í liðinu við David de Gea þar sem Dean Henderson gekk til liðs við Nottingham Forest á láni.

Hann er væntanlega hugsaður sem framtíðarmarkvörður Tottenham þar sem Hugo Lloris og Fraser Forster sem gekk til liðs við félagið í sumar eru komnir á síðari hluta ferilsins.