fös 29.júl 2022
Midtjylland rústaði OB - Bologna steinlá gegn Twente
Mynd: NEC Nijmegen

Elías Rafn Ólafsson er aðalmarkvörður hjá Midtjylland og varði mark liðsins í stórsigri gegn Odense í þriðju umferð danska deildartímabilsins.Þetta reyndist fyrsti sigur Mið-Jótlendinga á tímabilinu og er liðið með fjögur stig. 

Aron Elís Þrándarson var ekki í hópi OB sem er aðeins með eitt stig.

Odense 1 - 5 Midtjylland
0-1 A. Dreyer ('24)
1-1 M. Frokjær ('32)
1-2 G. Isaksen ('52)
1-3 A. Dreyer ('58)
1-4 S. Kaba ('61)
1-5  Pione Sisto ('73)

Þá fóru nokkrir æfingaleikir fram þar sem Go Ahead Eagles rúlluðu yfir OFI Crete. Willum Þór Willumsson er nýlega genginn í raðir G.A. Eagles.

Andri Fannar Baldursson var þá í byrjunarliði NEC Nijmegen sem lagði samlanda sína frá Heracles að velli með þremur mörkum gegn einu. Andri Fannar spilaði fyrstu 67. mínúturnar og var skipt útaf í stöðunni 1-1.

Franska félagið Lille sigraði þá æfingaleik gegn Cadiz á meðan Twente rúllaði yfir sterkt lið Bologna.

G.A. Eagles 4 - 1 OFI Crete

Heracles 1 - 3 NEC Nijmegen

Twente 4 - 1 Bologna

Cadiz 0 - 1 Lille