lau 30.júl 2022
Byrjunarliðin í Samfélagsskildinum: Firmino og Grealish byrja
Mynd: Getty Images

Liverpool og Manchester City eigast við í leiknum um Samfélagsskjöldinn í dag. Hér mætast tvö af langbestu liðum ensku deildarinnar undanfarin ár og ríkir mikil eftirvænting fyrir þessari viðureign, ekki síst vegna þess að hún er alltaf spiluð viku fyrir upphafsflautið í deildinni og kemur mönnum í úrvalsdeildarskap.Liverpool er án Alisson og Caoimhin Kelleher vegna meiðsla og fær spænski markvörðurinn Adrian því tækifæri á milli stanganna. Calvin Ramsay, Konstantinos Tsimikas, Alex Oxlade-Chamberlain og Diogo Jota eru einnig fjarverandi vegna meiðsla.

Varnarlína Liverpool kemur ekki á óvart nema að Joel Matip er valinn framyfir Ibrahima Konate í hjarta varnarinnar. Jordan Henderson byrjar á miðjunni og þá er Roberto Firmino fremstur með Darwin Nunez á bekknum.

Manchester City vantar einungis Aymeric Laporte í sinn leikmannahóp og tekur Nathan Aké hans stöðu í hjarta varnarinnar. Man City vantar vinstri bakvörð og því leikur Joao Cancelo vinstra megin í varnarlínunni, með Kyle Walker hægra megin.

Erling Braut Haaland byrjar í fremstu víglínu og er Kalvin Phillips á bekknum þar sem hinn spænski Rodri byrjar á miðjunni. Jack Grealish og Riyad Mahrez eru á köntunum með Phil Foden, Julian Alvarez og Ilkay Gundogan meðal varamanna.

Liverpool: Adrian, Alexander-Arnold, Matip, Van Dijk, Robertson, Fabinho, Henderson, Thiago, Diaz, Salah, Firmino.
Varamenn: Davies, Gomez, Konate, Milner, Keita, Jones, Elliott, Nunez, Carvalho.

Man City: Ederson, Walker, Dias, Ake, Cancelo, Rodri, Bernardo, De Bruyne, Mahrez, Haaland, Grealish.
Varamenn: Ortega Moreno, Phillips, Stones, Gundogan, Alvarez, Foden, Mbete, Palmer, Wilson-Esbrand