sun 31.júl 2022
David Raum til Leipzig (Staðfest)
Þýski landsliðsmaðurinn David Raum er genginn til liðs við RB Leipzig frá Hoffenheim en þetta kemur fram í tilkynningu frá Leipzig í dag.

Raum er 24 ára gamall vinstri bakvörður sem getur einnig spilað á miðju.

Hann ólst upp hjá Greuther Fürth og fór með liðinu upp í efstu deild á síðasta ári áður en hann samdi við Hoffenheim.

Raum spilaði 32 leiki með Hoffenheim á síðustu leiktíð en mun nú taka næsta skref ferilsins og spila með Leipzig.

Leikmaðurinn skrifaði undir fimm ára samning í dag.

Hann lék fyrstu landsleiki sína fyrir Þýskaland á síðasta ári og eru þeir nú níu talsins.