mán 01.ágú 2022
[email protected]
England bætti markamet Þýskalands á EM
Enska kvennalandsliðið varð Evrópumeistari í gær þegar liðið lagði Þýskaland af velli 2-1 eftir framlengdan leik á Wembley.
England vann þar með sinn fyrsta Evróputitil. Liðið var alveg magnað á mótinu en liðið bætti meðal annars met yfir flest mörk skoruð á Evrópumóti. England skoraði 22 mörk en liðið bætti þar með met Þýskalands sem var 21 mark á EM 2019. Þýskaland er í 2-4 sæti á þessum lista en liðið skoraði 15 mörk árið 2005 og 14 mörk á mótinu sem var að ljúka. Ella Toone skoraði fyrsta mark leiksins en það var mark númer 500 á EM kvenna í sögunni. Eins og fram kom í gær mættu rúmlega 87 þúsund manns á Wembley sem er áhorfendamet á leik á EM bæði hjá körlum og konum.
|