lau 06.ágú 2022
Óhugnanlegt atvik í Kópavogi - Lá óvígur eftir ađ hafa fengiđ bolta í hausinn
Tómas Meyer
Óhugnanlegt atvik átti sér stađ í leik Augnabliks og KH í 3. deild karla í gćr en Tómas Meyer, dómari leiksins, lá óvígur eftir ađ hafa fengiđ bolta í hausinn í miđjum leik. Ţetta kemur fram í frétt 433.is.

Atvikiđ átti sér stađ á 50. mínútu en hann fékk boltann í höfuđ sitt eftir aukaspyrnu af stuttu fćri og lá hann eftir á vellinum.

Leikmenn voru farnir ađ undirbúa endurlífgun á Tómasi áđur en hann rankađi loks viđ sér og fór ađ anda sjálfur, en sjúkrabíll var kallađur til.

Tómas er međ bestu dómurum í neđri deildunum á Íslandi og getiđ sér gott orđ og hefur ţá starfađ í fjölmiđlum um árabil, međal annars fyrir Fótbolta.net.

Hann var fluttur međ sjúkrabíl af vellinum í Fagralundi og kemur fram í frétt 433.is ađ hann dvelur nú á spítala ţar sem fylgst er međ líđan hans.

KH vann leikinn, 2-1, en ađstođardómarinn tók viđ flautunni og var ţá ungur leikmađur Breiđabliks fenginn til ađ vera á línunni.

Viđ á Fótbolta.net óskum Tómasi skjóts bata!