mið 10.ágú 2022
Valencia að krækja í Nico og Bryan Gil

Valencia er að krækja í Nico á lánssamningi frá Barcelona og ætlar svo að vaða í Bryan Gil næst. Hinn efnilegi Nico mun skrifa undir eins árs samning við Valencia og framlengja um leið samning sinn við Barcelona. Nico er tvítugur og spilaði í 37 leikjum á síðustu leiktíð.

Gennaro Gattuso þjálfari Valencia er spenntur fyrir Nico en hefur enn meiri mætur á Bryan Gil, vinstri kantmanni Tottenham sem spilaði sautján leiki á láni hjá Valencia á síðustu leiktíð án þess að skora mark.

Gil stóð sig vel á Spáni þrátt fyrir markaleysið og er Real Sociedad einnig að reyna að fá hann lánaðan frá Tottenham. Gil er 21 árs og á fjóra landsleiki að baki fyrir Spán eftir að hafa spilað yfir 40 leiki fyrir yngri landsliðin.