mið 10.ágú 2022
Helgi Seljan blandar sér í umræðuna: Eins og hortugur, frekur smákrakki
Arnar Grétarsson, þjálfari KA.
Þeir sem eiga hlut að máli vilja ekki tjá sig um úrskurð aganefndar í gær þar sem Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var dæmdur í fimm leikja bann.

Arnar fékk rautt í tapleik gegn KR og fór sjálfkrafa í tveggja leikja bann. Hann fékk þrjá aukaleiki fyrir framkomu sína í garð Sveins Arnarssonar, fjórða dómara, eftir leik og daginn eftir leik.

Sjá einnig:
Arnar sagður hafa veist að dómaranum daginn eftir leik

Á samfélagsmiðlum hefur skapast mikil umræða um leikbannið.

„Virðist sem KSÍ byggi bannið á atviki sem gerðist deginum eftir að leik lauk. Galið fordæmi svo vægt sé tekið til orða," skrifar Runólfur Trausti, fréttamaður á Vísi, á Twitter.

Fjölmiðlamaðurinn vinsæli Helgi Seljan á Stundinni svarar Runólfi.

„Af hverju er galið fordæmi að láta manninn axla ábyrgð á því að haga sér eins og hortugur, frekur smákrakki, við dómara, fyrst í leik og svo með að veitast að honum degi seinna á svæði félagsins sem hann starfar fyrir sem glorified leikfimikennari?," segir Helgi.