fös 12.ágú 2022
Watford tók tilboði frá Forest í Dennis
The Athletic greinir frá því að um 20 milljóna punda tilboði Nottingham Forest í sóknarmanninn Emmanuel Dennis hafi verið tekið af Watford.

Verið er að klára viðræðurnar samkvæmt fréttum.

Dennis er 24 ára nígerískur landsliðsmaður og er ekki talið að það verði neitt vandamál fyrir Forest að ná samningum við hann sjálfan.

Dennis kom til Watford frá Club Brugge á síðasta ári.

Watford féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en Nottingham Forest fór upp og tapaði fyrir Newcastle í fyrstu umferðinni.