fös 12.ágú 2022
Man Utd spilar í nýrri ljósgrænni treyju gegn Brentford
Adidas kynnti í gær nýjan þriðja búning Manchester United en liðið mun spila í þessari treyju á morgun, gegn Brentford í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Eins og gengur og gerist þá er skoðun fólks á nýju treyjunni misjöfn en Cristiano Ronaldo sat fyrir í treyjunni. Framtíð hans hefur mikið verið í umræðunni.

Þegar kraginn var hannaður var leitað aftur til tísku níunda áratugarins.

Mikilvægast fyrir Manchester United er að ná í úrslit í nýju treyjunni en liðið tapaði gegn Brighton í fyrstu umferð. Leikurinn gegn Brentford verður klukkan 16:30 á morgun.