fös 12.ágú 2022
Tuchel saknar Cech sárlega
Petr Cech er sárt saknað.
Petr Cech hætti störfum hjá Chelsea í sumar en þar hafði hann verið í stóru hlutverki bak við tjöldin og starfað sem tæknilegur ráðgjafi. Cech er fyrrum markvörður liðsins og segir Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, að hans sé sárt saknað.

„Við söknum hans mikið. Við hittum hann á hans síðustu dögum hérna og hann veit að við söknum hans," segir Tuchel.

„Hann var hérna á æfingasvæðinu á hverjum degi. Hann lyfti andanum og er með skilning á því hvað það þýðir að vera leikmaður Chelsea. Hann sýndi mér mikinn stuðning, stuðning sem ég hafði kannski aldrei áður. Hann var mjög hreinskilinn."

„Samband okkar var frábært en við þurfum að virða ákvörðun hans. Allt er nýtt í kringum félagið, starfsliðið er mikið breytt og allir þurfa að stíga upp."

Miklar breytingar hafa orðið bak við tjöldin hjá Chelsea í kjölfar eigendaskipta. Todd Boehly er nýr eigandi og tók stöðu stjórnarformanns.