fös 12.ágú 2022
Ten Hag: Ég vil ekki missa Rashford
Marcus Rashford.
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, segist reikna með að Marcus Rashford verði með liðinu út tímabilið.

Umboðsmenn Rashford hittu forráðamenn Paris St-Germain en frönsku meistararnir hafa lengi sýnt honum áhuga.

Ten Hag er skýr í því að hann vill halda Rashford á Old Trafford. Leikmaðurinn hefur verið í mikilli lægð í langan tíma og ekki náð að sýna hæfileika sína í leikjum.

„Hann er mjög mikilvægur, það hefur sést frá mínum fyrsta degi að ég er mjög ánægður með hann. Ég vil ekki missa hann. Hann er klárlega í áætlunum okkar hér hjá Manchester United," segir Ten Hag.