fös 12.ágú 2022
Víkingar og Breiðablik geta vel við unað fjárhagslega séð
Víkingar fagna marki gegn Lech Poznan.
Víkingur og Breiðablik féllu bæði úr leik í Sambandsdeildinni í gærkvöldi.

Þessi lið náðu bæði mjög flottum árangri og komust í þriðju umferð forkeppninnar. Þau voru einni umferð frá því að komast í riðlakeppnina.

Upphæðirnar í riðlakeppninni eru gífurlega háar, en Blikar og Víkingar geta vel við unað með þennan árangur.

Víkingar fóru í gegnum forkeppni Meistaradeildarinnar og enduðu svo í forkeppni Sambandsdeildarinnar eftir að hafa fallið þar úr leik gegn Malmö. Það koma rúmlega 1,2 milljónir evra í Fossvoginn út af þessum árangri eða um 170 milljónir íslenskra króna.

Blikar fá í heildina um 850 þúsund evrur eða tæplega 120 milljónir íslenskra króna.

KR, sem féll úr leik á fyrsta stigi Sambandsdeildarinnar, fær 250 þúsund evrur eða rúmlega 35 milljónir.

Tekið er tillit til sigra, jafntefla þegar upphæðin er reiknuð og svo Víkingar auðvitað meira því upphæðirnar eru meiri í Meistaradeildinni og þar léku þeir alls fjóra leiki áður en þeir fóru í Sambandsdeildina.