lau 13.ágú 2022
Afmælisferð Arsenal-klúbbsins á Íslandi
Mynd: EPA

Þann 15. október næstkomandi verður stuðningsmannaklúbbur Arsenal á Íslandi 40 ára gamall en hann var stofnaður 15. október 1982 á Selfossi. Auðvitað verður boðið upp á afmælisferð í tilefni þess en í lok október verður farið á leik Arsenal og Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni á Emirates Stadium.Það er takmarkaður fjöldi sæta í boði en hægt er að bóka sig í ferðina með því að senda póst á [email protected] með nafni og kennitölu þeirra sem ætla í ferðina. Athugið að þessi ferð er aðeins fyrir félagsmenn í klúbbnum og því þurfa þeir sem ekki eru í klúbbnum að skrá sig í klúbbinn en hægt er að borga 3.000 kr aukalega við bókun og þá er viðkomandi kominn í klúbbinn.

Verðið er á ferðinni er 159.900 á mann miðað við tvo saman í herbergi fyrir félagsmenn í Arsenal-klúbbnum á Íslandi. Innifalið í pakkanum er flug með Play til London, 20 kg taska, rúta til og frá flugvelli, gisting í 3 nætur á Holiday Inn Regent Park í London, morgunmatur, afmælismatur á Emirates Stadium, auðvitað miði á leikinn og íslensk fararstjórn. Það kostar 60.000 krónur aukalega að vera í einstaklingsherbergi.

Skráning í ferðina:

Sendu póst á [email protected] til að bóka sæti í þessa 40 ára afmælisferð Arsenal-klúbbsins á Íslandi. Hægt er að borga ferðina með millifærslu, kreditkorti eða Netgíró. Það þarf að borga ferðina að fullu við bókun.

Dagskrá ferðinnar:

Það er flogið til London Stansted með Play laugardaginn 29. október klukkan 6:30. Frá flugvellinum er svo rúta á Holiday Inn Regent Park. Á sunnudeginum klukkan 14:00 er svo leikur Arsenal og Nottingham Forest á Emirates Stadium. Á mánudeginum verður sérstakur afmælismatur á Emirates Stadium. Svo er flug heim á þriðjudeginum 1. nóvember klukkan 10:40 en farið verður frá hótelinu með rútu á flugvöllinn. Áætluð lending á Íslandi er klukkan 13:50. Nánari upplýsingar um dagskrá ferðinnar koma frá Arsenal-klúbbnum á næstu vikum.

Fararstjórar í ferðinni verða þeir Sigurður Enoksson, Sigurður Hilmar Guðjónsson, Kjartan Fr Adólfsson, Kristinn H. Guðbrandsson og Þorgrímur Hálfdánarson en þeir skipa stjórn Arsenal-klúbbsins á Íslandi.

ATH: Það er takmarkaður fjöldi sæta í boði í þessa afmælisferð og því betra að hafa hraðar hendur ef þú hefur áhuga á því að koma með í ferðina.