lau 13.ágú 2022
Allir nema Kounde skráðir fyrir deildarkeppnina

Efsta deildin á Spáni er hafin en fyrsti leikur deildarinnar endaði með 2-1 sigri Osasuna gegn Sevilla í gærkvöldi.Barcelona hefur leik í kvöld þar sem liðið mætir Rayo Vallecano kl 19. Það hafa verið miklar vangaveltur um hvaða leikmenn Barcelona getur telft fram í leiknum, það er spurning hvaða leikmenn þeir geta skráð í hópinn.

Það eru einhverjir ótrúlegir hlutir að gerast bakvið tjöldin en fréttir herma að félagið hafi selt 25% hlut í fyrirtæki sem félagið á sem heitir Barca Studios.

Þá hafi Gerard Pique samið um launalækkun og þar með hefur félaginu tekist að skrá Robert Lewandowski, Raphinha, Franck Kessie og Andreas Christensen í hópinn fyrir komandi tímabil en Joules Kounde sem kom frá Sevilla þarf að sitja á hakanum enn sem komið er.