lau 13.ágú 2022
„Atli Sigurjóns verið langbesti leikmaðurinn í þessu KR liði"

KR hefur verið á góðu skriði að undanförnu í Bestu deildinni en liðið sigraði ÍBV á Meistaravöllum 4-1 á dögunum.Atli Sigurjónsson skoraði þrennu í leiknum en Sverrir Mar Smárason hrósaði honum í hástert í Innkastinu.

„Mér finnst Atli Sigurjóns sýna í þessum leik í svona fjórða til fimmta skiptið í sumar að hann er lang besti leikmaðurinn í þessu KR liði á þessu tímabili," sagði Sverrir.

„Það eru gæðamiklir menn þarna sem hafa enganvegin náð að delivera eins og þeir ættu að gera. Á meðan KR er búið að vera í mikilli lægð stendur Atli alltaf upp og deliverar fyrir þá. Mér finnst hann búinn að vera frábær í deildinni á þessu tímabili."

Eftir sex leiki án sigurs hefur liðið unnið tvo í röð og ekki fengið á sig mark. Atli Sigurjónsson er markahæstur í liðinu í sumar með fimm mörk.