sun 14.ágú 2022
Chelsea reynir að fá De Jong og Aubameyang - Tierney til Man City?
Aubameyang og De Jong gætu endað í London.
Man Utd vill fá Morata.
Mynd: EPA

Guardiola vill fá Tierney til Man City.
Mynd: Getty Images

Fofana, De Jong, Aubameyang, Morata, Rashford, Tierney, Depay og Rashford eru á meðal þeirra sem eru í slúðurpakkanum þennan sunnudaginn. BBC tók saman.
__________________________________Chelsea hefur náð samkomulagi við Wesley Fofana, 21 árs gamla varnarmann Leicester, en liðið hefur tvíveigis boðið í leikmanninn en báðum tilboðum hefur verið hafnað af Leicester. Leicester vill fá yfir 80 milljónir punda fyrir Fofana. (Mail)

Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong (25) og Pierre Emerick-Aubameyang (33) gætu einnig verið á leiðinni til Chelsea en þeir bláklæddu ætla reyna fá þessa tvo frá Barcelona fyrir gluggalok. (Express)

De Jong vill ganga í raðir Chelsea, fari svo að hann neyðist til þess að yfirgefa Barcelona. (Telegraph)

Þrátt fyrir það hefur De Jong sagt liðsfélögum sínum að hann muni að öllum líkindum skrifa undir hjá Manchester United. (Metro)

Barcelona er tilbúið að hefja samræður við Chelsea varðandi Aubameyang. (Metro)

Manchester United hefur verið í sambandi við Atletico Madrid varðandi kaup á hinum 29 ára gamla framherja, Alvaro Morata. Spænska liðið vill 30 milljónir punda fyrir leikmanninn. (Athletic)

Þá hefur Manchester United sagt við PSG að Marcus Rashford (24) sé ekki til sölu. (Mail on Sunday)

Þrátt fyrir það vill PSG bjóða Rashford langtíma samning þar sem hann myndi spila með Kylian Mbappe (23) í sóknarlínu liðsins. (Sunday Times)

Newcastle United leggur allt púður í það að fá Conor Gallagher (22) miðjumann Chelsea til liðsins. (Sun)

Giovani lo Celso, 26 ára gamall miðjumaður Tottenham, mun vera áfram hjá Villareal en hann var þar á láni á síðustu leiktíð. (Fabrizio Romano)

Vinstri bakvörður Anderlecht, Sergio Gomez, er mættur til Manchester þar sem hann um ganga frá skiptum til Man City. Félagið kaupir hann fyrir ellefu milljónir punda. (Fabrizio Romano)

Þá hefur Pep Guardiola, stjóri Man City, áhuga á að fá Kieran Tierney (25) vinstri bakvörð Arsenal í sínar raðir. (Mail on Sunday)

Miðjumaður Tottenham, Tanguy Ndombele (25), hefur samþykkt að ganga í raðir Napoli á lánssamningi. (Fabrizio Romano)

Nottingham Forest hefur náð samkomulagi við Brighton varðandi kaup á sóknarmanninum Neal Maupay (25) fyrir 15 milljónir punda. (Athletic)

Moises Caicedo, tvítugur miðjumaður Brighton, hefur hrifið Arsenal og Manchester United með frammistöðum sínum. (Express)