sun 14.ágú 2022
Byrjunarliðs Vals og Stjörnunnar: Óli Jó gerir tvær breytingar
Núna klukkan 19:15 á Origo-vellinum hefst stórleikur Vals og Stjörnunnar í 17.umferð Bestu deildar karla.

Stjörnumenn gera skiljanlega engar breytingar frá stórsigrinum á Breiðablik í síðustu umferð. Ólafur Jóhannesson gerir tvær breytingar frá 2-0 sigrinum á FH en Hólmar Örn og Guðmundur Andri detta út en þeir eru að taka út leikbann. Orri Hrafn Kjartansson og Sebastian Hedlund koma inn.