mán 15.ágú 2022
West Ham búið að gera tilboð í Emerson
Emerson Palmieri í leik með ítalska landsliðinu.
West Ham hefur gert 13 milljóna punda tilboð í Emerson Palmieri, varnarmann Chelsea samkvæmt heimildum The Athletic.

Emerson er 28 ára og lék á lánssamningi hjá Lyon á síðasta tímabili en snéri svo aftur til Chelsea í sumar.

Thomas Tuchel reyndi að kalla Emerson til baka úr láni í janúar þegar Ben Chilwell meiddist en það gekk ekki.

Emerson endaði á því að spila 36 leiki fyrir Lyon en liðið hafnaði í áttunda sæti frönsku deildarinnar.

Emerson er vinstri bakvörður sem hefur aldrei náð að festa sig í sessi hjá Chelsea. Hann lék með liðinu á undirbúningstímabilinu en hefur ekki komið við sögu í fyrstu tveimur deildarleikjum tímabilsins.