mið 17.ágú 2022
Kehrer til West Ham (Staðfest)
Thilo Kehrer.
West Ham hefur fengið þýska varnarmanninn Thilo Kehrer frá Paris St-Germain á fjögurra ára samningi.

Kehrer er 25 ára og hefur spilað 128 leiki á fjórum árum með PSG síðan hann kom frá Schalke á 33 milljónir punda.

Hann á 22 landsleiki fyrir Þýskaland og hefur verið reglulegur byrjunarliðsmaður undanfarið ár.

Kehrer er sjötti leikmaðurinn sem West Ham fær í sumar, eftir vængmanninum Maxwel Cornet, sóknarmanninum Gianluca Scamacca, varnarmanninum Nayef Aguerd, miðjumanninum Flynn Downes og markverðinum Alphonse Areola.

„Ég er spenntur fyrir því að spila fyrir West Ham United. Þetta er besta deild heims. Ég talaði við stjórann og hann sagði mér hvernig hann sér mig passa inn," segir Kehrer.