mið 17.ágú 2022
Ívar Orri dæmir í umspili Sambandsdeildarinnar
Ívar Orri Kristjánsson.
FC Shkupi frá Norður Makedóníu tekur á móti Ballkani frá Kósovó á morgun í fyrri viðureign liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

Íslenskt dómarateymi verður á leiknum.

Ívar Orri Kristjánsson verður dómari leiksins og aðstoðardómarar verða Birkir Sigurðarson og Jóhann Gunnar Guðmundsson. Þorvaldur Árnason verður fjórði dómari.