fim 18.ágú 2022
Arsenal kaupir Hurtig frá Juventus (Staðfest)
Arsenal hefur fest kaup á sóknarmanninum Linu Hurtig og kemur hún til enska félagsins frá ítölsku meisturunum í Juventus. Arsenal greiðir um 85 þúsund pund fyrir Hurtig.

Hurtig er 26 ára gömul og hefur verið hjá Juventus síðan 2020. Hún er sænskur landsliðskona og á að baki 58 leiki fyrir landsliðið þar sem hún hefur skorað nítján mörk.

Lina er annar leikmaðurinn sem Arsenal fær til sín í sumar en fyrr í sumar kom markvörðurinn Kaylan Marckese til félagsins. Lina kemur eftir að Arsenal missti Nikitu Parris til Manchester United.

Hurtig varð tvisvar ítalskur meistari með Juventus og árið 2017 varð hún sænskur meistari sem leikmaður Linköping.

Arsenal endaði í 2. sæti ensku Ofurdeildarinanr í fyrra, stigi á eftir Chelsea sem varð meistari.