fös 19.ágú 2022
Ítalía um helgina - Meistararnir í Bergamó
Milan spilar við Atalanta
Átta leikir eru á dagskrá í Seríu A um helgina en hæst ber að nefna leik Atalanta og Milan sem fer fram í Bergamó.

Fjórir leikir eru spilaðir á morgun. Inter spilar þar við Spezia á meðan Þórir Jóhann Helgason og félagar í Lecce fara í heimsókn til Sassuolo.

Á sunnudeginum fara nýliðar Monza til Napoli á meðan Atalanta spilar við ítalska meistaraliðið Milan.

Leikir helgarinnar:

Laugardagur:
16:30 Udinese - Salernitana
16:30 Torino - Lazio
18:45 Sassuolo - Lecce
18:45 Inter - Spezia

Sunnudagur:
16:30 Napoli - Monza
16:30 Empoli - Fiorentina
18:45 Atalanta - Milan
18:45 Bologna - Verona