fim 18.ágú 2022
„Kristall er geðveikur leikmaður en ég er bara Danijel"
Danijel Dejan Djuric hefur komið vel inn í lið Víkings eftir að hann var fenginn til félagsins í síðasta mánuði. Hann hefur skorað tvö mörk í síðustu tveimur leikjum. Hann skoraði dramatískt mark gegn Lech Poznan sem tryggði Víkingi framlengingu á fimmtudagskvöld og svo skoraði hann jöfnunarmarkið gegn Breiðabliki á mánudag.„Ég reyni að vera þar sem boltinn er, ég er sóknarmaður og ég þarf að vera gammur í teignum og þefa upp mörkin. Ég gerði það í markinu," sagði Danijel.

Danijel var fenginn til Víkings þegar það var orðið ljóst að Kristall Máni Ingason væri á förum frá félaginu en Kristall var seldur til Rosenborgar í síðasta mánuði.

„Kristall er geðveikur leikmaður en ég er bara ég. Ég er Danijel og vil bara að fólk þekki mig sem Danijel Djuric," sagði Danijel sem segir að framhaldið verði geggjað.

„Auðvitað. Víkingur er þannig félag að stefnan er sett á báða titlana alltaf og eins langt í Evrópu og möguleiki er. Svona er Víkingur."

Sjá einnig:
Danijel Djuric: Vitum hvernig Blikar eru, þeir brotna einhvern tímann
Danijel sé tilbúinn að taka við keflinu - „Hann á heima á þessu sviði"