fös 19.ágú 2022
Spánn um helgina - Börsungar í Baskalandi
Barcelona spilar við Real Sociedad
Spænski boltinn rúllar áfram um helgina en Barcelona heimsækir Real Sociedad í Baskalandi.

Tveir leikir eru á dagskrá í kvöld en Sevilla spilar við Real Valladolid á meðan Espanyol mætir Vallecano í Barcelona.

Á morgun mæta Spánarmeistarar Real Madrid liði Celta Vigo klukkan 20:00.

Börsungar spila þá við Real Sociedad á sunnudagskvöld klukkan 20:00 en fyrst er þó leikur Atlético Madríd og Villarreal, sem er spilaður á Wanda Metropolitano-leikvanginum í Madríd.

Leikir dagsins:

Föstudagur:
18:00 Espanyol - Vallecano
20:00 Sevilla - Valladolid

Laugardagur:
15:30 Osasuna - Cadiz
17:30 Mallorca - Betis
20:00 Celta - Real Madrid

Sunnudagur:
15:30 Athletic - Valencia
17:30 Atletico Madrid - Villarreal
20:00 Real Sociedad - Barcelona